Í Sögu 1995 greinir Gísli Gunnarsson frá viðbrögðum við máli hans í Upp er boðið Ísaland. Á bls. 107 eignar hann mér þátttöku í umræðu, sem tengdi mál hans skoðunum á stjórnmálum samtímans, með þessum orðum: „Björn S. Stefánsson birti í Þjóðviljanum grein málstað Tímaritstjóra til stuðnings.“ Þar sem heimildar er svo lauslega getið, tek ég það fram, að á umræddum tíma (vorið 1989) birtust tvær greinar eftir mig í nefndu dagblaði. Hvorki þar né annars staðar í greinum mínum tengdi ég mat mitt á málflutningi Gísla skoðunum á stjórnmálum samtímans. Vísa ég til skrár um greinar mínar varðandi þetta mál allt í Sögu 1990 166.

(Sögu 38 (2000), 375)