Sjóðval er viðhaft til að nefndin verði samvalið lið.
Stjórnin er fimm manna. Kosningin hefst á því, að fráfarandi stjórn, ABCDE, leggur fram tillögu, með sömu mönnum að mestu, nefnilega ABCEF. Uppi eru ýmsar skoðanir, menn eru vitaskuld í misjöfnu áliti, og hugmyndir eru um að hafa í stjórninni konur, karla, unga, gamla, reynda og óreynda. Fram koma fleiri tillögur, fyrst tillagan ABCEG. Hún fær fleiri stig en tillaga stjórnar. Þá kemur tillaga um H í stað G, en hún fær færri stig. Þá kemur tillagan GH í stað EG, og svona heldur áfram. Þegar fundarstjórn telur nóg reynt, ber hún undir atkvæði þá samsetningu, sem komin er, þar sem fundarmenn segja já, nei eða sitja hjá. Ef samsetningunni er hafnað, heldur sjóðval áfram, þar til þykir fullreynt, og aftur er gengið til atkvæða.

Maður áhugasamur um sjóðval gerði þá athugasemd við ofanritað, að framkvæmdin sýnist tímafrek. Þá er á það að líta, hversu tímafrekt það getur verið að velja saman lið með hefðbundum aðferðum. Þá þarf að fá stuðning við einstök atriði og heildina og gjarna líka kynna, hvernig að var staðið. Sjóðval er árétting á því, sem vakir fyrir mönnum um liðsheildina og áherslur, það færir það í talnabúning og leiðir í ljós niðurstöðu, sem er háð reglum sjóðvals. Kynning á sjónarmiðum og áherslum birtist í bókhaldi sjóðvals, enda þótt það segi ekki endilega alla söguna.

Almennt um þetta efni sjá athugasemdina ,Hvað er flóknast?’ í grein III.E.3, Fyrirtæki, stofnanir og hagsmunasamtök, í Lýðræði með raðvali og sjóðvali.

Lýðræðissetrið aflýsti sjóðvali þingmanna/varaþingmanna um fiskveiðistjórn með tilkynningu til þátttakenda 29. desember 2010, nokkurn veginn svofelldri:

Fáir hafa skráð sig til þátttöku í sjóðvalinu. Mikill munur er á þátttöku miðað við stærð flokkanna á þingi. Þannig vaxið sjóðval getur ekki orðið til leiðsagnar um mótun fiskveiðistjórnar á þingi, eins og vonir stóðu til. Þess vegna er því aflýst.

Setjum sem svo, að til standi í Stórahreppi að undirbúa í sjóðvali afgreiðslu nokkurra málaflokka og afgreiða málin að lokum í hefðbundinni atkvæðagreiðslu, það er að segja með, móti, hjáseta. Um er að ræða skólamál, samgöngumál og félagsmál. Einn málaflokkanna er tekinn til athugunar og umræðu, sem kann að enda í óeiningu í nokkrum málum. Málin, sem ekki er eining um, eru tekin saman og afgreidd í einni lotu í sjóðvali. Málaflokkurinn er þá lagður á hilluna án lokaafgreiðslu. Síðan er farið eins með hina málaflokkana. Eftir slíka meðferð heldur sjóðval áfram í einstökum málaflokkum, ef ástæða þykir til. Þá fer afgreiðsla málsins fram í hefðbundinni atkvæðagreiðlsu.

Lýðræðissetrið hefur lagt drög að sjóðvali þingmanna og varaþingmanna um tvö mál: fiskveiðistjórn og rammaáætlun um virkjun og vernd orkulinda. Oddvitar þingsveitanna voru látnir vita í janúar 2008. Síðan var talað við þingmenn og varaþingmenn, hvern fyrir sig (stundum tvo í einu). Ráðherrar eru ekki með, en bætt við manni á sama framboðslista. Samtölum við 115 vegna þáverandi þings lauk í mars 2009. Með nýju þingi í apríl bættust við 82 að tala við. Samtölunum lauk í apríl 2010. Málið var því kynnt þingmönnum og varaþingmönnum tveggja kjörtímabila. Þeim gefst öllum kostur á að vera með. Talað var við langflesta.

Það einkennir íslenska skóla, að hlutur hins opinbera í fjárútlátum og reglum er ráðandi. Enda þótt ekki sé veigamikill ágreiningur um það, eru álitaefnin mörg um fjárútlát og reglur. Nemendagjöld eru; þau mætti hækka eða lækka, leggja af sums staðar og taka upp annars staðar. Skólum er lagt til fé eftir nemendafjölda, námsstigi og kennslugreinum. Þar kunna að vera álitaefni. Meginhugsunin um tækifæri alls almennings til náms kann að móta viðbrögð við hugmyndum um breytingar í þessum efnum. Það er byggt inn í sjóðval um stórmál, að málefnið með þessa meginhugsun að leiðarljósi getur verið allt undir, samanber greinina Fjárhagsáætlun í Lýðræði með raðvali og sjóðvali, eftir því sem þátttakendur kæra sig um, enda þótt aðeins sé fjallað um takmörkuð atriði í senn.

Alþingi lauk störfum í júní 2011 án þess að afgreiða tillögu, sem lögð hafði verið fram, um rammaáætlun um virkjunarhugmyndir. Áætlunin, eins og hún var lögð fram, er að því leyti í lausu lofti, að allmargar virkjunarhugmyndir eru settar í bið og ekki kveðið á um, hvernig afgreiða skuli þær. Þá voru ýmsir virkjunarkostir ekki teknir til athugunar.

Almennt sjóðval fór fram í Skaftárhreppi að forgöngu Lýðræðissetursins á tímabilinu nóvember 2009 til nóvember 2010. Að svo búnu var hvers konar félögum í hreppnum tilkynnt, að nú léti setrið hreppsbúum eftir frumkvæði að sjóðvali, en byði leiðbeiningar og aðgang að forriti, sem er í vörslu SKÝRR. Þetta er tilefni til að gera grein fyrir verkinu allt frá aðdraganda þess og málunum sjö.