Í lýðræðislegu fyrirkomulagi felast verulegir annmarkar. Björn sýnir ekki aðeins, hverjir annmarkarnir eru, heldur líka, hvað er til ráða. Greining hans á því, hvernig mismunandi fyrirkomulag hentar við ýmiss konar sameiginleg málefni, er leiftrandi skýr og frumleg. - Það er til fyrirmyndar, hversu ljóst hann setur mál sitt fram og án málalenginga.
 Prófessor Fredrik Barth, mannfræðingur, Osló/Boston (um frumgerð ritsins, Demokrati med radvalg og fondsvalg, Oslóarháskóla 2003)

Björn kynnir og rökræðir tvær samlagningaraðferðir: raðval og sjóðval. Fyrst lýsir hann aðferðunum, svo að menn geti skilið, hvernig þær eru í framkvæmd og hvernig megi hagnýta þær.
Því næst sýnir hann allnokkur dæmi um raunverulega og hugsanlega hagnýtingu þeirra. Rætt er um reynsluna og bent á ný tækifæri til hagnýtingar. Dæmin eru öll frá einu landi, Íslandi. En hér er um að ræða víðfeðm svið hagnýtingar - frá félagsstarfi og sveitarstjórn til áætlunar um orkuvinnslu, og málefnin eru almenns eðlis. Með samanburði við aðrar aðferðir nálgast hann kjarna málsins og með því að tengja ræðu sína aðalefnum lýðræðisins.
 Prófessor Knut Midgaard, stjórnmálafræðingur, Osló [í formála]

Ef menn ætla að endurnýja lýðræðið, vísar rit Björns um raðval og sjóðval veginn.
 Prófessor Ottar Brox, félagsfræðingur, byggðarannsóknastjóri, Osló

Höfundurinn vekur rækilega til umhugsunar um val og ákvarðanir í lýðræðisþjóðfélagi. Hann setur jafnframt fram snjallar lausnir og gerir grein fyrir tilraunum með raðval og sjóðsval.
Prófessor Guðmundur Magnússon, hagfræðingur, Reykjavík

„áðamönnum í stjórnmálum og félagsmálum almennt er bók þessi hollur lestur."
 Hannes Þ. Sigurðsson, verslunarmaður/milliríkjadómari, Reykjavík

Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarform, hvorki röklega né siðferðilega, en flestir telja það þó hið skásta af mörgum ófullkomnum. Framlag Björns sníður suma verstu agnúana af lýðræðinu í framkvæmd: við val og kosningar.
 Prófessor Kristján Kristjánsson, heimspekingur, Akureyri

Með raðvali ættu líkur á því að aukast, að sá yrði valinn, sem flestir gætu sætt sig við.
Baldur Kristjánsson sóknarprestur, félagsfræðingur/guðfræðingur, Þorlákshöfn

Á yfirborðinu er bókin leiðarvísir um ákvarðanatöku og forgangsröðun, en undir niðri leynast djúpstæð vandamál lýðræðisins og hugmyndir um lausnir á þeim.
Trausti Jónsson veðurfræðingur, stjórnandi úrvinnslu- og rannsóknasviðs, Reykjavík

Björn gefur í bók sinni mörg skýr dæmi um beitingu tveggja nýstárlegra aðferða við atkvæðagreiðslu og sýnir í greinargerð fyrir dæmunum, að aðferðirnar eru vænlegri en hefðbundin ráð til að ná fram einkvæmum og ásættanlegum niðurstöðum í margþættum álitamálum.
 Halldór Guðjónsson dósent, rökfræðingur/stærðfræðingur, Reykjavík