Á dögunum kynntu Samtök fiskvinnslustöðva (SF) tvær skoðanir á samningnum um EES. Í ályktun aðalfundar samtakanna sagði m. a.: „Stuðningur fiskvinnslunnar við EES hefur alltaf verið bundinn því, að íslendingar fái tollfrjálsan aðgang fyrir fiskafurðir sínar, án þess að heimildir til fiskveiða innan fiskveiðilögsögunnar komi í staðinn. Aðalfundur SF vill ítreka þessi sjónarmið og jafnframt benda á, að í þeim samningsdrögum, sem fyrir liggja vantar verulega upp á, að þessum skilyrðum sé fullnægt.“
Þetta var gert kunnugt þegar daginn eftir aðalfundinn. — Þremur dögum síðar birtist auglýsing með mynd af broshýrum manni undir yfirskriftinni „Atvinnulífið styður EES“. Þar var enginn fyrirvari. — Meðal auglýsenda voru Samtök fiskvinnslustöðva. — Hvoru á að trúa?
DV 23. október 1992