Árni Gunnarsson skrifar gúrkufréttir í Tímans rás laugardaginn 6. þ. m. „Samið um fisk,“ segir hann og fjallar um EFTA og EES.  Um EFTA segir hann, að fiskur hafi verið hafður í fyrirrúmi, þegar Ísland gekk í EFTA, en íslenskur iðnaður látinn blæða í staðinn.

Það var þvert á móti svo, að EFTA-samningurinn árið 1970 var einungis um viðskipti með iðnaðarvöru, en alls ekki um sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir. Það ætti að vera vel kunnugt.  Það var fyrst meira en 20 árum síðar, að EFTA-ríkin komu á fríverslun með sjávarafurðir sín á milli.

Tímanum 10. nóvember 1993