Nú starfar hér allmargt norrænna kvennaá stofnunum.  Það, sem ég þekki til, er um að ræða stúlkur í láglaunastörfum, sem standa stutt við.  Þar sem Norðurlönd eru sameiginlegur vinnumarkaður, þarf vinnuveitandi ekki að leggja það fyrir verkalýðsfélag, ef hann vill ráða fólk frá Norðurlöndum.

Það getur komið sér vel fyrir vinnuveitanda sem stundarúrræði að fá þannig ódýrt vinnuafl.  Hinn kosturinn væri að bjóða íslensku starfsfólki betri kjör, svo að haldist betur á því.  Þannig sjáum við, hvað veikir stöðu íslensks láglaunafólks.  Með EES-samningnum gerist það, að sá vinnumarkaður, sem veikir stöðu íslenzkra kvenna á þennan hátt, meira en tífaldast að mannfjölda.

Athugum, að það þarf enga verulega fólksflutninga til að veikja stöðu láglaunafólks hér á landi, það er nóg fyrir vinnuveitandann að hafa þetta tækifæri til mannaráðninga í stað þess að draga að sér innlent vinnuafl, en það gerist aðeins með því að bjóða öllu sams konar starfsfólki betri kjör.

Tímanum  19. nóvember 1993