Noregur er orðin Evrópuþjóð og smásálarhátturinn og kerfislæga valdníðslan sem einkenndi norskt samfélag fyrir fjörtíu árum hefur látið undan síga fyrir gildum og verðmætum menningarþjóða. Svo segir Páll Vilhjálmsson í ritfregn í blaðinu 15. f.m.
Ég hef lengi þekkt Norðmenn, en ég vissi ekki að smásálarháttur hefði verið sérkenni þeirra borið saman við ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Þjóðverja, Dani og Ungverja. Ég vissi ekki heldur að kerfislæg valdníðsla einkenndi Noreg borið saman við ýmis Evrópulönd, til að mynda Bretland, Ítalíu eða Spán.
Ég veit ekki einu sinni hvort dregið hefur úr smásálarhætti í Noregi eða kerfislægri valdníðslu, en vel má vera að hvort tveggja hafi fengið nýja mynd. Sleggjudómar, sem höfundur lætur fylgja athyglisverðri ritfregn, missa marks, þeir vekja reyndar spurningar um höfund ritdómsins en ekki höfund ritsins, spurningar sem erfitt er að svara og ef til vill rétt að leiða hjá sér.
Vikublaðinu 12. ágúst 1994