Þegar ekið er um sunnanverðan Reykholtsdal og yfir brú hjá Steindórsstöðum, er komið að vegamótum með vegvísi. Hann sýnir veg til hægri í Reykholtsdal, en vegamótin eru raunar í Hálsasveit, innan við neðsta bæ þar (Úlfsstaði). Þegar ekið er ofan úr Hálsasveit yfir hálsinn hjá Norður-Reykjum og komið niður undir Reykholt, sýnir vegvísir á vegamótum veg til vinstri í Reykholtsdal, en á þeirri leið er fyrsti bær raunar í Hálsasveit (Úlfsstaðir). Vegvísir á Bjarnastöðum í Hvítársíðu sýnir veg að Kalmannstungu. Hver var Kalmaður? Borgfirðingar sem ég talaði um þetta við höfðu ekki tekið eftir þessum villutáknum. Þeir þurfa ekki að líta á vegvísana, en við aðkomumenn þurfum að hafa dálítið fyrir því að ná áttum og láta ekki rugla okkur. Ég þykist vita, að Vegagerðin, sem setur upp vegvísana, vilji helst vísa á rétta braut og leiðrétti vegvísana sem fyrst.

Borgfirðingi, 29. ágúst 1991