Lýðræðissetrið ehf. - Kalmaður í Hvítársíðu og Reykholtsdalur í Hálsasveit

Merki Lýðræðissetursins

Lýðræðissetrið Demokratisentret Democracy Center

Rannsókn og ráðgjöf um aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu

Þegar ekið er um sunnanverðan Reykholtsdal og yfir brú hjá Steindórsstöðum, er komið að vegamótum með vegvísi. Hann sýnir veg til hægri í Reykholtsdal, en vegamótin eru raunar í Hálsasveit, innan við neðsta bæ þar (Úlfsstaði). Þegar ekið er ofan úr Hálsasveit yfir hálsinn hjá Norður-Reykjum og komið niður undir Reykholt, sýnir vegvísir á vegamótum veg til vinstri í Reykholtsdal, en á þeirri leið er fyrsti bær raunar í Hálsasveit (Úlfsstaðir). Vegvísir á Bjarnastöðum í Hvítársíðu sýnir veg að Kalmannstungu. Hver var Kalmaður? Borgfirðingar sem ég talaði um þetta við höfðu ekki tekið eftir þessum villutáknum. Þeir þurfa ekki að líta á vegvísana, en við aðkomumenn þurfum að hafa dálítið fyrir því að ná áttum og láta ekki rugla okkur. Ég þykist vita, að Vegagerðin, sem setur upp vegvísana, vilji helst vísa á rétta braut og leiðrétti vegvísana sem fyrst.

Borgfirðingi, 29. ágúst 1991