Í 3. hefti af Nordisk Jordbrugsforskning árið 1968 birtist orðalisti í landbúnaðarhagfræði. Ég hef þýtt lista þennan. Á þýðinguna hafa litið Ketill Hannesson, Guðmundur Sigþórsson og Málnefndin, en í henni sátu Jakop Benediktsson, Halldór Halldórsson og Þórhallur Vilmundarson. Við þýðinguna studdist ég við dansk-íslenzka orðabók Freysteins Gunnarssonar og fjölritaðan orðalista í hagfræði o.fl. sem ég fékk hjá Jakob Benediktssyni. Listinn birtist hér ásamt þýddri greinargerð sem fylgdi honum.
Reykjavík í janúar 1971
Björn S. Stefánsson.
Ný tillaga, sem hlotið hefur meðmæli, um sameiginlegan orðaforða Norðurlandabúa í landbúnaðarhagfræði.
Hagdeild Félags norrænna búvísindamanna mælti árið 1950 með sameiginlegum norrænum orðaforða í landbúnaðarhagfræði. Meðmælin voru veitt vegna tillögu, sem fram kom á ráðstefnunni í Helsinki.
Fræðigreinin hefur þroskast síðan þá. Það var þörf á að endurskoða fyrri orðalista og bæta um leið við nýjum fræðiorðum. Endurskoðunin var falin þeim Josep Nóu, dr. agr., Sigmund Borgan, Emil Vestergaard Jensen og Antti Mäki. Josep Nóu var fyrir þeim.
Tillaga þeirra var samþykkt og fékk meðmæli stjórnar hagdeildar Félags norrænna búvísindamanna og var lögð fram á fundi deildarinnar á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 1967.
Reynslan hefur sýnt að alltaf er mjög erfitt að fá alla til að meðtaka skilgreiningarnar alveg. Tillagan er því ekki send til samþykktar félagsmanna, heldur er hún lögð fram og mælt með henni.
Til þess að auðvelda samskipti landbúnaðarhagfræðinga á Norðurlöndum mælir stjórnin með því við félagsmenn, að þeir noti þá heitaskipun, sem hér er mælt með. Tillagan er birt að neðan.
Osló í desember 1967.
Fyrir hagdeild Félags norrænna búvísindamanna
Finn Reisegg
Orðaforði og heitaskipan í landbúnaðarhagfræði
1. Framleiðsla og fleira
1.01. Framleiðsla[1] (produktion) = öll starfsemi, sem skapar verðmæti; nær bæði yfir tilbúning (1.02) og sölustarfsemi (1.03).
1.02. Tilbúningur (framställning) = starfsemi, sem skapar verðmæti, þar til kemur að sölustarfseminni.
1.03. Sölustarfsemi (marknadsföring) = geymsla vegna viðskipta, flutningur og sala.
1.04. Framleiðsluföng[2] (produktionsmedel) = allir útvegir sem lagðir eru til framleiðslunnar (land, byggingar, jarðabætur, jarðarforði, vélar og tæki, búfé, efniviður, vinna o.fl.).
1.05. Vinna (arbete) = framlag manna til framleiðslunnar.
1.06. Land (jörð) = land ásamt varanlegri fjárfestingu sem fylgir.
1.07. Jarðabætur (markanläggningar) = ekki varanleg fjárfesting sem tilheyrir landi (1.06) og eyðist ekki á eðlilegu framleiðsluskeiði. Auk eiginlegra jarðabóta (framræslu, áveitna, jarðvegskölkunar o.s.frv.) teljast einnig vegir, brýr og girðingar ( þó ekki bráðabirgðagirðingar sem tyllt er upp) til jarðabóta.
1.08. Jarðarforði (markförråd) = efni og vinna (1.05) sem lagt er í jörð vegna væntanlegrar uppskeru og álitið er að eyðist á eðlilegu framleiðsluskeiði.
1.09. Efnahagsreikningur (balansräkning) = yfirlit yfir eignir (1.10), skuldir (1.16) og eiginfé (1.17) fyrirtækis á tiltekinni stundu.
1.10. Eignir (tillgångar) = gagnlegir hlutir, réttindi og kröfur sem eru einhvers virði fyrir fyrirtækið, ásamt handbæru fé. Eru færðar á eignahlið efnahagsreiknings (1.09).
1.11. Fastar eignir (anlåggningstillgångar) = eignir (1.10) ætlaðar til varanlegra nota fyrir fyrirtækið eða til meira en eins árs.
1.12. Veltueignir (omsättningstillgångar) = eignir (1.10) sem nota á aðeins einu sinni í fyrirtækinu, svo sem jarðarforði, birgðir, kröfur, og hlutir (í hlutabréfi) sem ekki eru fastar eignir; einnig handbært fé (í sjóði og gíróreikningi).
1.13. Fasteign (fastighet) = land (1.06) + skógur í vexti + jarðabætur og útbúnaður vegna garðyrkju+byggingar+jarðabætur (1.07)+jarðarforði (1.08)+ítök og réttindi sem fylgja fasteigninni.
1.14. Lausar eignir (drifstillgångar) = vélar og áhöld +bústofn +birgðir +kröfur+hlutir í fyrirtækjum sem ekki eru fastar eignir+handbært fé (fé í sjóði, inneign í banka- og póstgíróreikningi).
1.15. Skuldir (kapital) = notað í bókfærslumáli[3] um allt fjármagn fyrirtækis. Eru færðar á skuldahlið efnahagsreiknings (1.09).
1.16. Skuldir (främmande kapital) = fjármagn sem fyrirtækið hefur að láni.
1.17. Eiginfé = samanlagðar eignir (1.10) að frádregnum skuldum.
1.18. Afkastageta (kapacitet) = það sem tiltekinn framleiðsluþáttur (1.04) eða fyrirtæki getur lagt af mörkum við ákveðin skilyrði.
1.19. Nýting afkastagetu (kapacitetsutnyttjande) = sá hluti afkastagetunnar (1.18) sem notaður er við framleiðsluna (1.01).
1.20. Afköst (effektivitet) = fenginn árangur framleiðslu miðað við það sem náðst gæti undir ákveðnum kringumstæðum.
1.21. Framleiðni (produktivitet) = afköst miðað við ákveðið magn af framleiðsluföngum (1.04). Greint er á milli tæknilegrar framleiðni og virðisframleiðni.
1.22. Styrkleiki[4] (intensitet) = notkun framleiðsluþáttar á einingu af öðrum framleiðsluþætti (landi, búfé o. s. frv.) til þess að ná árangri í framleiðslu.
1.23. Teygni (elasticitet) = hlutfallsleg breyting á breytistærð deilt með hlutfallslegri breytingu á annarri breytistærð.
1.24. Landbúnaðarhagfræði. (lantbruksekonomi) = sameiginlegt heiti á hagrænum fræðigreinum á sviði landbúnaðar (rekstrarhagfræði landbúnaðar, markaðsfræði landbúnaðar, stjórnmálafræði landbúnaðar o.s.fr.) og heiti á yfirlitsefni sem nær yfir þessar greinar. Efnið nær bæði yfir kenningar og notkun landbúnaðarhagfræði, bæði smærri og stærri svið og jöfnum höndum efnahag í jafnvægi og á hreyfingu.
2. Virði
2.01. Markaðsvirði (marknadsvärde) = verðmæti sem tilsvarar markaðsverði.
2.02. Kaupvirði (anskaffningsvärde) = verðmæti sem svarar til verðs og kostnaðar, þegar eignarinnar (1.10) var aflað.
2.03. Endurkaupsvirði (återanskaffningsvärde) = það virði sem reikna verður með að kosti að útvega nýja eign (1.10) sem þjónar sama tilgangi í framleiðslunni. Virðið er miðað við þann tíma sem matið fer fram á.
2.04. Núvirði (nuvärde) = endurkaupsvirði (2.03) að frádreginni vermætisrýrnun vegna aldurs og slits.
2.05. Notvirði (bruksvärde) = rekstrarfræðilegt vermæti framleiðsluþáttar (1.04) ( bein not fyrirtækis af framleiðsluþættinum).
2.06. Kostvirði (alternativvärde) = virði við aðra notkun.
2.07. Lógunarvirði eða frálagsvirði (utrangeringsvärde) = virði fastrar eignar (1.11) þegar hún er tekin úr notkun.
2.08. Vinnsluvirði (förädlingsvärde) = verðmæti sem fæst fyrir hráefni í framleiðsluferli, þegar annar kostnaður (3.02) sem fylgir framleiðslunni (1.01) hefur verið dreginn frá tekjum (4.02).
2.09. Staðgengisvirði (ersättningsvärde) = verðmæti vöru miðað við aðra sem getur komið í stað hennar, og er þá tekið tillit til tæknilegra áhrifa í þeirri framleiðslu (1.01) sem samanburðurinn er gerður vegna.
2.10. Arðvirði (afkastningsvärde) = virði arðs í framtíðinni forvaxtað til þess tíma þegar metið er.
2.11. Söluvirði (försäljningsvärde) = markaðsvirði (2.01) að frádregnum flutningskostnaði og öðrum sölukostnaði (3.04).
3. Kostnaður
3.01 Útgjöld[5] (utgift) = fjárútlát til að útvega framleiðsluföng (þjónusta innifalin)(1.04). Útgjöldum fylgir að minnkar í sjóði, kröfur minnka eða skuldir aukast.
3.02 Kostnaður[6] (kostnad) = virði þeirra framleiðslufana (1.04) sem lögð eru í framleiðsluna (1.01).
3.03 Tilbúningskostnaður (framställningskostnad) = allur kostnaður (3.02) vegna tilbúnings (1.02) vörunnar.
3.04 Sölukostnaður (försäljningskostnad) = allur kostnaður (3.02) vegna sölu (1.03).
3.05 Fyrning[7] (avskrivning) = verðmætisrýrnun á föstum eignum (1.11) nema landi (1.06) á eðlilegu rekstrartímabili.
3.06 Sérfyrning (nedskrivning) = þegar bókfært verð er fært niður einu sinni sérstaklega.
3.07 Viðhaldskostnaður (underhållskostnad) = kostnaður (3.02) vegna jafns viðhalds á föstum eignum (1.11).
3.08 Vaxtakostnaður (räntekostnad) = vextir af fjármagni sem fest er í fyrirtækinu (bæði eigið fé og lánað).
3.09 Fastakostnaður (fast kostnad) = kostnaður (3.02) sem er óháður framleiðslumagni á tilteknu skeiði.
3.10 Breytilegur kostnaður (rörlig kostnad) = kostnaður sem breytist með framleiðslumagni á tilteknu tímabili.
3.11 Beinn kostnaður[8] (direkt kostnad) = kostnaður (3.02) sem varðar greinilega aðeins eina framleiðslugrein eða afurð og er færður í bókhaldi á þá framleiðslugrein eða afurð.
3.12 Óbeinn kostnaður[9] (indirekt kostnad) = kostnaður sem ekki er færður beint á tiltekna afurð eða framleiðslugrein í bókhaldi, nema hvort tveggja sé.
3.13 Sérkostnaður[10] (särkostnad) = kostnaður (3.02) sem rekja má til einhvers tiltekins hlutar (afurðar eða framleiðslugreinar).[11]
3.14 Samkostnaður[12] (samkostnad) = kostnaður (3.02) sem er sameiginlegur fyrir tvær eða fleiri afurðir eða framleiðslugreinar[13]
3.15 Valkostnaður (alternativ kostnad) = Kostnaður (3.02) sem svarar til virðis framleiðsluþáttar (1.04).
3.16 Jaðarkostnaður[14] (marginalkostnad) = breyting á kostnaði vegna lítillar breytingar á magni framleiðsluþáttar (1.04).
3.17 Jaðarþáttarkostnaður[15] (marginell faktorkostnad) = breyting á kostnaði vegna lítillar breytingar á magni framleiðsluþáttar (1.04).
3.18 Mismunakostnaður[16] (merkostnad, differenskostnad) = breyting á kostnaði vegna meiri háttar breytingar á framleiðslumagni eða magni framleiðsluþáttar (1.04).
4 Tekjur
4.01 Fjárhagstekjur[17] (inkomst) = fjárhagslegur ávinningur við sölu á vöru og þjónustu. Með fjárhagstekjum aukast peningar í sjóði eða kröfur eða skuldir minnka.
4.02 Tekjur[18] (intäkt) = virði vöru eða þjónustu sem fyrirtækið framleiðir (að frádreginni innri veltu).
4.03 Fríðar tekjur (naturintäkt) = tekjur (4.02) af afurðum eða þjónustu sem bóndi fær eða lætur vinnufólki í té.
4.04 Sölutekjur (saluintäkt) = tekjur (4.02) af seldum afurðum eða þjónustu.
4.05 Jaðartekjur[19] (marginalintäkt) = tekjubreyting vegna lítillar breytingar á framleiðslumagni (1.01).
4.06 Mismunatekjur[20] (merintäkt differensintäkt) = tekjubreyting vegna meiri háttar breytingar á framleiðslumagni (1.01).
5 Arðsemi
5.01 Framlag til fastakostnaðar (täckningsbidrag) = mismunur á tekjum (4.02) og breytilegum kostnaði (3.10)[21].
5.02 Skuldlausar aflögur (skuldfrit överskott) = tekjur (4.02) – kostnaður (3.02) að slepptum vaxtakostnaði (3.08) og launakröfu rekanda (og hans skylduliðs).
5.03 Arður (förräntning) = vextir á fjármagni sem fest er í fyrirtækinu (1.15) = skuldlausar aflögur (5.02) – launakrafa rekandans og skylduliðs hans.
5.04 Arðsprósenta (förräntingsprocent) = arður (5.03) í prósentum af fé sem fest er í fyrirtækið (1.15).[22]
5.05 Vextir af fasteign (fastigshetsränta) = vextir af fé sem lagt er í fasteign (1.13) = arður (5.03) – vaxtakröfur vegna fjár sem lagt er í lausar eignir (1.14).
5.06 Hreinn gróði rekanda (företagarvinst) = mismunur á tekjum fyrirtækis (4.02) og kostnaði (3.02), þegar vextir af eigin fé (1.17) eru reiknaðir eftir venjulegum vaxtafæti og af skuldum (1.16) er reiknað með umsömdum vöxtum (greiddum eða áföllnum).
5.07 Arðmismunur (förräntningsdifferens, företagarvinst) = mismunur á tekjum fyrirtækis (4.02) og kostnaði (3.02), þegar allir vextir af öllu fé sem lagt er í fyrirtækið (1.16 og 1.17) eru reiknaðir með venjulegum vaxtafæti.
5.08 Framleiðslukostnaðarprósenta (produktionskostnadprocent) = samanlagður tilbúningskostnaður (3.03) í prósentu af tekjum (4.02).
5.09 Arðsemishlutfall (lönsamhetskvot) = skuldlausar aflögur (5.02) deilt með samanlögðum vaxtakröfum fjármagns (1.15)[23] og launakröfum rekanda og skylduliðs hans.
5.10 Tekjur af fjármagni (kapitalersättning) = vaxtakröfur vegna fjármagns fyrirtækis (1.15)[24] margfaldaðar með arðsemishlutfalli (5.09).
5.11 Fjármagnsteknaprósenta (kapitalersättningsprocent) = arðsemishlutfall (5.09) margfaldað með venjulegum vaxtafæti.
5.12 Tekjur af vinnu (arbetsersättning) = launakröfur rekanda og skylduliðs margfaldaðar með arðsemishlutfalli (5.09).
5.13 Launagreiðslugeta (löneförmåga) = mismunur á tekjum fyrirtækis (4.02) og kostnaði (3.02) að slepptum vinnukostnaði (=skuldlausar aflögur (5.02) – vaxtakröfur vegna fjárfestingar+kostnaður af keyptu vinnuafli).
5.14 Vinnuarður af landbúnaði (arbetsförtjänst från lantbruk) = samanlagður hreinn gróði rekanda (5.06)[25] og launakröfur bónda og skylduliðs hans.
5.15 Fjölskyldutekjur (familiens inkomst[26]) = tekjur bónda og skylduliðs hans af landbúnaði og af fé sem fest hefur verið í búskap ásamt tekjum af þjónustu og annarri atvinnu (= skuldlausar aflögur – vextir af skuldum – afgjald af jörð + tekjur af þjónustu og annarri atvinnu).
5.16 Tekjur bónda (brukarens inkomst[27]) = tekjur bónda af búskap og fé sem hann hefur fest í búskap (1.17) ásamt tekjum af þjónustu og annarri atvinnustarfsemi.
EFTIRSKRIFT
Þegar ritstjórn FREYs fór þess á leit við Björn Stefánsson, fyrir rúmu ári síðan, að kanna hvort ofangreind erlend orð mundu vera til á íslensku, tók hann málinu mjög vel og hefur síðan unnið að því að fullgera lista þennan. Er hér á ferðum vandasamt verkefni og eigi vitum vér hvort orð þessi samlagast öll íslenskri tungu, en ný orð verðum við að fá yfir fjölda hugtaka, sem eigi hafa fyrr verið á íslenskri tungu.
Fleiri listar annarra fagsviða eru í meðferð en hvenær þeim verður komið á framfæri er óvíst, svona verkefni eru ekki afgreidd í áhlaupum. Í því trausti að þessum lista verði vel tekið ber að þakka Birni og öðrum fyrir ágætar undirtektir og vel unnin störf og þess vænst að aðrir taki málum þessum vel.
Frey 67 (1971) 69-73
takið er einnig notað (almennt) í stað orðsins tilbúningur (1.02) og í merkingunni tilbúið magn á tímaeiningu.
[2] Hugtakið er oft notað sömu merkingar og framleiðsluþættir.
[3] Skáletrað af þýðanda.
[4] Upprunalega var styrkleiki notað um notkun framleiðsluþátta á landeiningu. Enn kann að þurfa að 1971nota styrkleikahugtakið í þessari merkingu.
[5] Í sambandi við hugtakið „útgjöld“ er rétt að minna á orðið „greiðsla“, en þá er átt við að fyrirtækið láti peninga af hendi.
[6] Kostnaður í bókahaldi = útgjöld bundin við ákveðið tímabil. Kostnaðarverð er allur kostnaður (3.02) af ákveðinni afurð í tilteknu fyrirtæki.
[7]Að greiða skuld nefnist afborgun.
[8]Hugtökin beinn kostnaður og óbeinn kostnaður eru aðallega notuð í bókhaldi. Hins vegar eru hugtökin sérkostnaður og samkostnaður notuð í áætlunum.
[9] Sjá athugasemd næst undan
[10] Sjá athugasemd 8.
[11] Þessi skilgreining er gerð greinilegri í Svíþjóð eins og hér segir: ,,Þessi kostnaður fellur niður ef viðkomandi framleiðsla er lögð niður og hann kemur til sögunnar ef viðkomandi framleiðsla er hafin.“
[12] Sjá athugasemd 8.
[13] Þessi skilgreining er gerð greinilegri í Svíþjóð eins og hér segir: „Þessi kostnaður hverfur ekki ef viðkomandi framleiðsla er lögð niður og hann kemur ekki til sögunnar ef viðkomandi framleiðsla er hafin.“
[14] Það sem kalla má „litla“ litla breytingu á framleiðslumagni eða magni framleiðsluþáttar, svo að rétt þyki að nota hugtakið ,,jaðarkostnaður“ (3.16, eða með ,,meiri háttar“ breyting, svo að tala má um „mismunakostnað“ (3.18), fer eftir eðli verkefnisins og þeirri reiknitækni sem notuð er.
[15] Sjá athugasemd næst á undan.
[16] Sjá athugasemd 14.
[17] Í sambandi við hugtakið „fjárhagstekjur“ er rétt að minna á orðið „borgun“, en með því er átt við að tekið sé við peningum í fyrirtækinu.
[18] Bókfærðar tekjur = tekjur á afmörkuðu tímabili.
[19] Sjá athugasemd næst á undan.
[20] Sjá athugasemd 18.
[21] Í Svíþjóð reiknast framlag til fastakostnaðar mismunur á tekjum (4.02) og sérkostnaði (3.13).
[22] Í Nordisk Jordbrugsforskning stendur 1.18, en hlýtur að vera prentvilla.
[23] Í Nordisk Jordbrugsforskning stendur 1.16, en það hlýtur að vera prentvilla
[24] Sjá athugasemd hér næst á undan.
[25] Í Danmörku er notaður við útreikning á vinnuarði (5.14) arðmismunur (5.07) í stað hreins gróða rekanda (5.06).
[26] Það hefði verið betur í samræmi við skilgreiningar 4.01, 4.02 og 5.02 að nota orðið intäkt í stað inkomst. Aths. B. Stþ