Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-547-X Reykjavik 2003

epub
ISBN 978-9935-9034-0-2 Reykjavík 2012

Kindle
ISBN 978-9935-457-05-9 Reykjavík 2013

Eins og nú er farið að, geta menn ekki tjáð nánar með atkvæði sínu, hvað þeir vilja, það er að segja þetta helst, þetta næsthelst o. s. frv. og þetta síst, né sett kosti í sama sæti til að lýsa því, að þeir geri ekki mun á þeim. Það má gera í raðvali, og niðurstaðan mótast rökvíslega af því.
Eins og atkvæðagreiðslu er nú háttað, geta menn ekki tjáð með atkvæði sínu, hversu mjög þeir láta sig mál varða, þannig að það mælist í niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, og þaðan af síður mælist, hversu mikið hver og einn lætur sig varða mismunandi útfærslu einstaks máls. Það gerist hins vegar í sjóðvali.