Ég er ekki beitarfræðingur, en það þykist ég hafa lært, að svo nýtist land best til beitar, að hóf sé á. Það er því betra, að sauðfé skiptist á margar jarðir en fáar. Eins er það vitað, að oft hentar að hafa með nautgripum nokkurt fé, ekki margt, sem nýtir með litlum tilkostnaði ýmislegt sem fylgir aðalbúskapnum. Enn einkennir það fjárbúskap víða, að þar munar um hvern manninn, sem er fús til liðveislu við nýtingu afréttar, af því að hann á þar sjálfur hagsmuna að gæta.

Boð ríkisins um kaup á fullvirðisrétti sem gildir til 31. ágúst næst- komandi spillir fyrir öllu þessu. Þar býðst ríkið til að greiða 5 000 kr. fyrir hverja sauðkind innan

fullvirðisréttar, ef fargað er öllum stofninum, en 3 500 kr., ef hluta af stofninum er fargað.

Ég hélt að vandinn sem við væri að etja væri of margt fé í heild og því breytti það engu um söluvandræði, hvort fjárstofninn sem eftir væri skiptist á fleiri eða færri. Ég hef ekki séð nein rök fyrir þessum mismun.

Frey 87 (1991) 509.