Í Lýðræðissetrinu eru rannsakaðar aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu og veitt ráðgjöf í þeim efnum.
Starfið á Lýðræðissetrinu er að afla reynslu af raðvali og sjóðvali með ráðum og annarri aðstoð. Leitað er að félagsskap og málefnum, þar sem ætla má, að þeir, sem ábyrgð bera, auðvelduðu sér verkið með raðvali eða sjóðvali. Það væri líka varið í að fá tilmæli um aðstoð og ráð. Fyrst um sinn verður aðstoð og ráðgjöf gefin. Þegar fram í sækir, verða menn reynslunni ríkari og ættu þá ekki að þurfa aðstoð.
Kynning á starfseminni fer fram á vefsíðunni, með útgáfu bóka og útgáfu skjárita.