DV hafði eftir Pope, lærimeistara Hafrannsóknastofnunar, 21. júlí: „Íslendingar gætu þurft að horfa á eftir þorskinum rétt eins og síldinni, gæti þeir sín ekki að halda hrygningarstofninum í eðlilegri stærð.”— Öðru vísi skýrði Jakob Jakobsson hvarf síldarinnar við Norðurland á 7. áratugnum í síldarsöguþáttum Sjónvarpsins í vetur. — Hann kvað kalda sjávarstrauma hafa hrakið hana annað. Fyrst svo var, hefði enginn mannlegur máttur getað haldið hrygningarstofninum við Ísland í eðlilegri stærð.

Þessi skýring er eki ný, en kunnugt er að Jakob hélt lengi annað. Furðu fáir tóku eftir því, að hann hafði skipt um skoðun í sjónvarpsþættinum. — Það vekur ekki traust á Pope sem vísindamanni að láta hafa eftir sér skoðun, sem ekki styðst við rök.

Vísi 4. ágúst 1992