… ég þoli ekki þetta
dott. Jónas Hallgrímsson
Orð eru til alls fyrst
Með útgáfu hinnar norsku gerðar á Lýðræði með raðvali og sjóðvali, Demokrati med radvalg og fondsvalg, sem var rannsóknarskýrsla frá stjórnmálafræðistofnun Oslóarháskóla, gátu menn kynnt sér raðval og sjóðval í sögulegu samhengi fræða um hópákvarðanir og í ljósi margvíslegra reynsludæma frá Íslandi. Þótt ritið væri samið til birtingar á fræðilegri stofnun, var það ætlað upplýstri alþýðu. Þar sem úrlausnarefnið, hópákvarðanir, bíður, hvar sem er, lá næst fyrir að koma ritinu í búning ýmissa tungumála. Fyrst kom íslenska á eftir norsku, svo (á netinu) kom esperantó, þá færeyska og síðan enska. Tungumálin eru 17, sem ritið er að verða til á. Þegar fram í sækir, á útgáfan að gefa tekjur til starfseminnar.
Verkin tala
Starfið á Lýðræðissetrinu er, ásamt því að vinna að útgáfu bókarinnar víða um heim, að afla reynslu af raðvali og sjóðvali með ráðum og annarri aðstoð. Leitað er að félagsskap og málefnum, þar sem ætla má, að þeir, sem ábyrgð bera, auðvelduðu sér verkið með raðvali eða sjóðvali. Það væri líka varið í að fá tilmæli um aðstoð og ráð. Fyrst um sinn verður aðstoð og ráðgjöf gefin. Þegar fram í sækir, verða menn reynslunni ríkari og ættu þá ekki að þurfa aðstoð.
Aðferðirnar móta þjóðfélagið
Sumir sjá það í hendi sinni, að raðval og sjóðval, ef aðferðunum verður beitt að marki, hljóta að móta þjóðfélagið. Reynslan mun kenna öðrum það. Þá má lesa ýmsar athugasemdir um það í bókinni. Þetta hlýtur að verða rætt víða, en Lýðræðissetrið vill helst láta verkin tala.
Björn S. Stefánsson