Þegar sáttasemjari tekur það til bragðs að bera miðlunartillögu undir félagsmenn, er málið tekið úr höndum fulltrúanna. Honum hefur ekki tekist að miðla málum milli samninganefndanna og þarf að miðla málum milli almennra félagsmanna. Hann hlýtur að geta sér til um afstöðu þeirra, þegar fjöldinn er eins og í Eflingu.

Hvað hann hugsaði, þegar hann samdi tillögu sína, skal ekki sagt, en hún varð lík því, sem önnur félög Starfsgreinasambandsins höfðu samþykkt. Það er erfitt að finna að því að láta reyna á slíka tillögu.—Með almennri atkvæðagreiðslu, sem gjarna er kallað beint lýðræði, er mergurinn málsins, að málið er tekið úr höndum fulltrúanna, hvernig sem þeim líkar það.

Morgunblaðinu, 1. mars 2023 (Velvakandi)