Um stjórn fiskveiða er ekki aðeins ágreiningur, heldur átök fylkinga. Því aðeins nýtist sjóðval, að maður geti lýst sig fúsan til að gefa eftir í einstöku máli, sem er borið undir atkvæði með nokkrum afbrigðum, það er að segja tjáð sig með stiglækkandi atkvæðaboðum á afbrigðin, með það í huga að ná árangri í síðari málum, sem falla undir efnið. Þegar um fulltrúa er að ræða og sjóðvalið er opinbert, eins og hér var, verður þátttakandi að eiga það víst, að atbeini hans (atkvæðaboð) sé metinn í samhengi til lengri tíma litið. Það gerist ekki í hitamáli.

Það mátti hugsa sér, að svona færi. Samt var freistast til að reyna. Vissulega hafa fylkingarnar þést, síðan undirbúningur sjóðvalsins hófst með einstaklingssamtölum í janúar 2008, og ákafinn í fylkingunum hefur orðið meiri. Ekki var spurt í samtölunum, hvort menn yrðu með. Það beið þess, að samtölunum lyki, en það varð í apríl 2010. Samtölin voru til þess að vekja áhuga og skilning. Andmæli við sjóðval sem hugmynd hafa ekki komið fram.

Sjóðval um fiskveiðistjórn er reifað í Lýðræði með raðvali og sjóðvali.

Þar er bent á þann annmarka, að um átök um grundvallaratriði sé að ræða, þar sem ekki verður gefið eftir, en bent á hliðar málsins, sem ekki ætti að vera grundvallarágreiningur um. Það hefur sýnilega reynst of veigalítil þáttur í málinu.

Það var lærdómsríkt að búa mál fiskveiðistjórnar fyrir sjóðval. Það kann að koma að notum á öðrum vettvangi.