Það einkennir íslenska skóla, að hlutur hins opinbera í fjárútlátum og reglum er ráðandi. Enda þótt ekki sé veigamikill ágreiningur um það, eru álitaefnin mörg um fjárútlát og reglur. Nemendagjöld eru; þau mætti hækka eða lækka, leggja af sums staðar og taka upp annars staðar. Skólum er lagt til fé eftir nemendafjölda, námsstigi og kennslugreinum. Þar kunna að vera álitaefni. Meginhugsunin um tækifæri alls almennings til náms kann að móta viðbrögð við hugmyndum um breytingar í þessum efnum. Það er byggt inn í sjóðval um stórmál, að málefnið með þessa meginhugsun að leiðarljósi getur verið allt undir, samanber greinina Fjárhagsáætlun í Lýðræði með raðvali og sjóðvali, eftir því sem þátttakendur kæra sig um, enda þótt aðeins sé fjallað um takmörkuð atriði í senn.

Sjóðval um skólamál getur hafist án sérstaks undirbúnings við að móta málefnið, málefnið er núverandi ástand. Í upphafi leggja þeir, sem hafa til þess rétt, fram nokkrar tillögur. Þær má bera strax upp, því að menn vita að málefnið allt, skólar landsins, er undir.

Hverjir eiga að taka þátt í slíku sjóðvali? Lýðræðissetrið er reiðubúið til aðstoðar.